Grafísk hönnun

Vantar þig fallega hönnun? Við getum svo sannarlega aðstoðað.

Hér fyrir neðan er að finna nokkrar týpur af grafískri hönnun sem við tökum að okkur.

Listinn er þó alls ekki tæmandi svo ef þú ert með skemmtilegt verkefni sem þig vantar aðstoð með ekki hika við að heyra í okkur.

Logo / myndmerki

Logoið þitt er það sem viðskiptarvinur þinn man helst eftir og það þarf að geta endurspeglað þitt fyrirtæki og markmið þess.

Markaðsefni

Hvort sem það eru auglýsingar, samfélagsmiðlaefni eða plaggöt upp á vegg. Við getum aðstoðað þig með þitt markaðsefni. 

Boðskort

Vel vönduð boðskort lifa lengur en sjálfur viðburðurinn. Leyfðu okkur að fanga andartakið ykkar með vel vönduðu boðskorti. 

Matseðlar

Fyrsta bragðið af máltíðinni byrjar á matseðlinum.  

Hönnunarstaðlar

Til að standast tímans tönn og sitja fast eftir í minni viðskiptavinarins er mikilvægt að vefsíðan, markaðsefnið og annað sé í sama stíl. 

Nafnspjald

Stattu upp úr og vertu eftirminnanleg(ur) með fallegu og vönduðu nafnspjaldi.