Um okkur

Mikaro var stofnað með það að markmiði að hjálpa fólki og fyrirtækjum að koma sínum skilaboðum á framfæri á fallegan og skapandi hátt.

Mikaro sérhæfir sig í grafískri hönnun og vefsíðugerð.

Vefsíðugerð og grafísk hönnun hefur verið ástríða mín í þó nokkuð mörg ár og var það langþráður draumur að koma á fætur hönnunarfyrirtæki.

Þó svo að reksturinn sé ungur þá er reynslan áralöng og markmiðin stór.

Mikaro var stofnað janúar 2021 af okkur mæðgunum Sunnu Einarsdóttur og Andreu Rafnar.

Nafnið Mikaro á sér skemmtilega sögu og er innblásið af stafarugli úr fyrstu stöfunum í nöfnum barnana minna (Sunnu) sem amma Andrea og Benni afi fundu upp á.

Sunna Einars

Sunna Einars

Framkvæmdarstjóri / Grafískur hönnuður

Andrea Rafnar

Andrea Rafnar

Bókhald