Skilmálar

Almennt

Gjaldskrár á vefsíðuni eru gildandi en geta tekið breytingum án fyrirvara.

Við áskiljum okkur þann rétt að breyta og bæta við þessa skilmála án fyrirvara. Þeir sem eru skáðir á póstlista hjá okkur fá tölvupóst um breytingarnar þegar það á við.

Persónuverndarmál

Við tökum við skráningum á fréttabréfið okkar með þjónustu þriðja aðila mailchimp. Fréttabréfið er aðeins notað í þeim tilgangi að deila fréttaefni, upplýsingum og markaðsefni til viðskiptavina sem hafa skráð sig á póstlistann eða keypt þjónustu í gegnum vefsíðuna okkar. 

Við áframseljum ekki upplýsingar viðskiptavina eða þeirra sem eru skráðir á póstlista hjá okkur. 

Upplýsingar viðskiptavinar eða þeirra sem skráðir eru á póstlista hjá okkur er aðeins deilt til / í gegnum þá þriðju aðila sem við notum til að veita þá þjónustu sem viðskiptavinurinn notast við þegar hann heimsækir vefsíðuna okkar. 

Ef einstaklingur ert skráð(ur) á póstlistann hjá okkur en vill á einhverjum tímapunkti að við eyðum upplýsingum um sig er hægt að senda tölvupóst á mikaro@mikaro.is og við munum taka viðkomandi af öllum listum hjá okkur án frekari útskýringa. 

Þjónusta

Vefsíðugerð og Grafísk hönnun

Verkefni eru bundin samningi og eru skilmálar fyrir hvert verkefni að finna í viðkomandi samningi.

Greiðslur

Verkefni greiðast í hlutföllum eftir stærð verkefnis. Greiðslur eru mismunandi eftir verkefnum og er það tilgreint í hverjum samningi fyrir sig.

Endurgreiðsla

Ekki fæst endurgreiðsla á verkefnum nema í þeim undantekningar tilfellum að vinna hefur ekki hafist á verkefninu. Ef á einhverjum tímapunkti viðskiptavinur vill rifta samningi og hætta við verkefni getur viðskiptavinur gert það með að senda töluvpóst á mikaro@mikaro.is með útskýringu fyrir samingsriftun. Verður þá sendur viðauki við samninginn um að honum sé frá þeim tímapunkti rift og skal hann undirritaður af báðum aðilum. 

Prentun

Prentun skal ávallt greidd fyrirfram.

Ef eitthvert ósætti eða óánægja er með prentunina er best að hafa samband við okkur á mikaro@mikaro.is og við gerum okkar besta að bæta það. 

Prenttími er 3 virkir dagar fyrir venjulegt prent og 5 virkir dagar fyrir stærri prent og Art prentun. 

Ef um flýtimeðferð er að ræða leggst 25% álagsgjald á pöntunina. 

Tímarammi prentunar getur lengst á álagstímum og gerum við okkar besta til að láta vita þegar svo á við. 

Allar pantanir eru sendar með Íslandpósti og viðskiptarvinur greiðir sendingargjald við móttöku.

Öll prentun er pöntuð í gegnum vefsíðuna eða með því að hafa samband við okkur símleiðis eða með tölvupósti á prentun@mikaro.is, eftir að pöntun er móttekin sendum við reikning til viðskiptavinar og hefst prentun þegar reikningur hefur verið greiddur.