Fyrri verkefni

Með hverju verkefni sem við tökum að okkur koma ólíkar áskoranir og árangur sem gaman er að minnast eftir að verkefninu er lokið. 

Hér fyrir neðan eru nokkur af þeim verkefnum sem hafa dottið inn á borð hjá okkur. 

Tungumálatöfrar.is

Tungumálatöfrar komu til okkar sumarið 2021 í leit að vefsíðu fyrir starfsemi sína. Mikill vöxtur hefur verið í námskeiðum hjá þeim undanfarin ár og skemmtilegir tímar framundan.

Ekki aðeins vantaði þau vefsíðu heldur voru þau að setja af stað vefnámskeið í fyrsta skiptið og því tilvalið að setja á laggirnar vefskóla Tungumálatöfra.

Það var yndislegt að fá að vinna með fólkinu bak við Tungumálatöfra og stíga með þeim fyrstu skrefin þeirra á netinu með sitt eigið heimasvæði. Ekki sakaði heldur að vinna með svona skemmtilega hönnuðu efni sem hún Lára Garðarsdóttir hannaði fyrir þau.

Þetta hefur verið töfrandi verkefni frá upphafi.

Vefsíðugerð - Grafísk hönnun
Þjónusta Mikaro við gerð vefsíðu okkar hjá Tungumálatöfrum var frábær. Sunna er full af fróðleik um hvað virkar best í vefsíðugerð og gat valið mjög heppilega kosti fyrir okkur. Hún er líka vandvirk og passar upp á að útlit síðunnar gangi upp á ólíkum tækjum sem er mikilvægt í því snjallumhverfi sem við lifum í þar sem allskonar tæki eru í gangi. Mikaro fær okkar bestu meðmæli!
Annska

Verkefnastjóri Tungumálatöfra 2021

Húsið Matseðill

Árið 2018 fékk ég það verkefni að hanna nýjan matseðil fyrir veitingarstaðinn Húsið á Ísafirði.

Krítartöfluþema passaði vel við matseðilinn sjálfan þar sem logoið þeirra er falleg teikning af Húsinu sjálfu í svörtu og hvítu og inn á staðnum er að finna skemmtilega krítartöflu sem þau eru með fyrir ofan barinn.

Einfaldur og stílhreinn matseðill sem fangar allan þann frábæra mat sem þau hafa upp á að bjóða.

Grafísk hönnun

Heimabyggð

Heimabyggð leitaði til mín vorið 2021 til að fá aðstoð við að lappa upp á matseðilinn þeirra. 

Innblásturinn kom frá þemanu á kaffihúsinu og logoinu þeirra. Uppsetningin á upprunalega matseðlinum passaði vel fyrir efnið og var gaman að geta leikið með þá uppsetningu til að gefa matseðlinum aðeins meira líf. 

Drykkjaseðillinn bætist svo við nokkrum vikum seinna og var útlitið hannað til að vera viðbót við matseðilinn og sem sér seðill. 

Grafísk hönnun - Prentun - Plöstun

Ratleikur Vestra

Tvö ár í röð 2020 og 2021 hef ég fengið þann heiður að gera ratleikinn fyrir Vestra fyrir 17. júni.

Þetta var fyrsti ratleikurinn sem ég hef gert
en klárlega ekki sá síðasti.

Þó að kröfurnar fyrir verkefnið hafi verið einfaldar þá gat ég ekki setið á mér og gerði litlar útgáfur af stöðvunum sem ég prentaði svo út á litla límmiða.

Einstaklega skemmtilegt og krefjandi verkefni sem mun ávalt eiga pláss í mínu hjarta.

Grafísk hönnun - Prentun
i-listinn