Vefsíðuhönnun

Vefsíðuhönnun sameinar markmið, upplýsingar og hönnunarstaðal og byggir vefsíðu sem ekki bara lítur vel út, heldur þjónar gestum og viðskiptavinum á sem markvissasta hátt.

Vefsíður eru tól til að hjálpa þínum rekstri / málstað.

Því er mikilvægt að vanda til verks þegar hafist er handa við að setja upp vefsíðu og vera með gott vel úthugsað plan áður en farið er að setja vefsíðuna upp.

Vefsíðuhönnun er fyrsta skrefið frá hugmynd að vel uppsettri síðu.

Markmið

Hvert er hlutverk vefsíðunar þinnar?

Er það að selja vörur og þjónustu, að veita upplýsingar um málefni, sækjast eftir styrkjum eða vera með kennslu á netinu.

Markmiðin geta verið mörg og mismunandi.

Sum fyrirtæki eru með fleiri en eina vefsíðu þar sem hver síða hefur sitt markmið.

Verslun

Nám

Einkaþjálfun

Málefni

Þjónusta

Viðskiptarvinur / Gestur

Fyrirtækið þitt og vefsíðan eruð lítið án viðskiptavina ykkar.

Því er mjög mikilvægt að þekkja viðskiptavin sinn vel þegar farið er út í að hanna vefsíðu.

Hver eru þau, hvað eru þau að leita að, hver eru vandamálin sem þau vilja að þú leysir, Hvernig eiga þau eftir að nota síðuna þína.

Því betur sem þú skilur viðskiptavininn því betur nærðu til þeirra.

Vírgrind (wireframe)

Með góðri vírgrind er hægt að sjá hvernig síðan mun líta út í grunni.

Hér sést strax hvort að flæðið á síðuni er að virka eða hvort það sé ástæða til að gera breytingar / viðbætur áður en hafist er handa við útlitið.

Útlit

Útlitið er unnið frá virgrindinni og hönnunarstaðal.

Hér er efnið sem áður var bara lýst í grátóna kössum og línum í vírgrindinni gefið líf með texta, lit og myndum.

Fer nú vefsíðan að lifna við og ná því útliti sem hún á eftir að hafa þegar hún verður svo uppsett.

$