Uppsetning

Hæg er að velja milli margra vefvettvanga og henta þeir mismunandi vefsíðum.

Áður en vefvettvangur  (e. web platform) er valinn er gott að vera búin að gera gott plan fyrir vefsíðuna með t.d. vefsíðuhönnun eða með grófu plani um hvernig vefsíðan er sett upp og hvað hún þarf að geta gert.

Vefvettvangar

Við setjum upp vefsíður á eftirfarandi vefvettvöngum:

WordPress

WordPress er einn vinsælasti vefsíðu vettvangur sem er í notkun í dag. Um 37% af vefsíðum á netinu eru byggðar á wordpress. 

WordPress er vefumsjónarkerfi sem var upphaflega byggt fyrir blogg síður. Viðbætur og þemur gera hinsvegar wordpress kleypt að setja upp hvaða vefsíðu sem er í wordpress vefumsjónarkerfinu. 

WordPress bíður einnig upp á góða möguleika á sérforritun.

Wix

Wix er einn af drag and drop vefsíðu vettvöngunum sem hefur notið mikilla vinsælda síðusta áratuginn. Auðvelt er að setja upp flottar og nytsamlegar vefsíður á mjög viðráðanlegu verði. 

Wix er hannað til að vera auðvelt í notkun fyrir þá sem hafa ekki mikla reynslu í vefsíðugerð en vilja samt geta sett upp og sinnt síðunni sinni sjálf.

Takmarkanir eru samt á hvað wix getur gert og hvað wix hentar vel fyrir.

Squarespace

Squarespace er annar drag and drop vefsíðuvettvangurinn sem hefur notið mikilla vinsælda síðasta áratug. 

Squarespace byggir sinn vettvang á fallega hönnuðum templateum sem svo er hægt að aðlaga að þínu efni. 

Squarespace hefur síðustu ár bætt við sig kostum eins og vefsverslun, markaðs og tölfræði tólum, læstu efni og ofl.